Looking for winter tours? | Check it out!

Samantekt

Óyggðasetrið er einstakur og friðsæll staður sem bíður uppá fjölbreytta þjónustu á borð við gistingu, heimagerðan mat, sýningar, hestaferðir og gönguferðir, dagsferðir, hvataferðir og viðburði.

  • Fallegt útsýni
  • Nálægt Skaftafelli
  • Nálægt Jökulsárlóni
Internet Þráðlaust internet (wifi)
Matur & drykkur Veitingastaður
Morgunmatur
Bar
Þjónusta Herbergisþjónusta
Bílastæði Ókeypis almenningsbílastæði
Almennt Fjölskylduvænt hótel
Reyklaus herbergi
Gæludýr leyfð

Frá

128
Per Night

Hotel class

  • Norðurdalur, 701 Egilsstaðir
  • Check In: Frá 16:00 - 22:00
  • Check Out: Frá 07:30 - 11:30
  • info@wilderness.is
  • 440 8822
  • Sjá Verðlýsingu
You have selected Gisting & Afþreying
You have selected Afþreying

Upplýsingar

Verðlýsing

Óbyggðasetrið bíður uppá tvö tilboð í sumar á sérstöku afsláttarverði.

Tilboð 1 - Gisting & Afþreying

Gisting, sýning og bađhùs međ heitri laug.

Verđ fyrir tvo: 18.000

Gisting í 2 manna herbergi, innréttuđ í gömlum sveitastíl, ađgangur ađ fallegu bađhúsi međ sauna, slökunarherbergi og heitum laugum, auk klukkustundar lifandi leiđsagnar um ævintýri óbyggđanna.

Tilboð 2 - Afþreying

Dagur í Óbyggđasetrinu.

Fullorđnir 5900 kr. Börn 6-16 àra 3200 kr.

Innifalin er klukkustundar löng lifandi leiđsögn, ekta íslenskt kaffihlađborđ,og ađgangur ađ bađhùsi međ heitri laug. Gestum er frjàlst ađ ganga inn međ ànni ađ eyđibýlinu Kleif þar sem kláfur hefur veriđ endurbyggđur yfir ànna.

​Um leið og gestir leggja bílum sínum og ganga yfir gamla trébrú hjá Óbyggðarsetrinu, stíga þeir inn í ævintýri í fortíðar. Hvert smáatriði er hannað til að láta gestina upplifa að þeir taki þátt í þessu ævintýri. Byggingar, innanstokksmunir, matur, starfsemi og vélar gegna allt mikilvægu hlutverki í þessari reynslu.

Gistingin er í húsnæði sem hefur verið endurunnið í upprunalegum stíl. Við gerum allan okkar mat í gamla eldhúsinu fyrir framan gesti okkar og áherslan er á staðbundin hráefni. Við elskum líka að deila ástríðu okkar fyrir íslenska hestinum með gestum okkar. Hvort sem er á göngu eða á hestbaki þá tökum við gesti okkar meðfram Jökulsá í Fljótsdal sem státar af 15 stórkostlegum fossum – það er engin önnur á á Íslandi sem hefur eins og marga fossa – á einum stað við ána fær fólk tækifæri til að toga sig yfir Jökulsá í hefðbundnum kláf og kanna eyðibýli hinum megin árinnar. Einnig bera allar okkar ferðir snert af frásagnahefð í anda Íslendingasagnanna.

Óbyggðasetur Íslands

er staðsett nærri botni Norðurdals, í jaðri stærstu óbyggða Norður-Evrópu. Á Óbyggðasetrinu er boðið upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu s.s. sýningar um líf í óbyggðum og við jaðar þeirra, hestaferðir, gönguferðir inn með ánni þar sem ótal fossar eru en þar er einnig kláfur yfir ánna sem hægt er að prófa, gisting á baðstofulofti og gömlu íbúarhúsi, fjölbreyttar veitingar í eldhúsi og betri stofum heimilisins. Frá Óbyggðasetrinu er ótalmargt sem hægt er að gera. Við gætum ekið umhverfis Löginn og heimsótt Hengifoss og Litlanesfoss. Farið inn í Hallormsstað og gengið um stígana þar. Heimsótt Atlavík og leitað að Lagarfljótsorminum eða farið inn að Skriðuklaustri og Snæfellsstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðsins, ekið upp að Kárahnúkum og skoðað Hálslón, gengið á Snæfell eða skoðað Fljótsdalsstöð.

Hallormsstaðaskógur

er talinn stærstur skóga á Íslandi, um 740 ha. hann er að mestu náttúrulegur birkiskógur en gerðar hafa verið tilraunir með erlendar tegundir. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði. Í honum eru 11 merktar gönguleiðir. Gönguleiðakort er í kassa við upphaf allra gönguleiða. Í skóginum er trjásafn og fræðslustígur með yfir 80 trjátegundum. Tjaldstæði eru í Atlavík við Lagarfljótið umvafið birkiskógi og Höfðavík. Djupalonsandur-beach-Snaefellsnes-Iceland

Hallormsstaðaskógur

Hengifoss

er næst- eða þriðji hæsti foss landsins, 128 m frá fossbrún og að botni hins stórfenglega og litríka gljúfurs. Bergveggirnir í gljúfrinu sýna ólík jarðlög frá eldgosum á tertíertíma jarðsögunnar þegar Ísland var að myndast. Það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum. Á leiðinni er annar foss sem heitir Litlanesfoss. Sá er krýndur stuðlabergi sem er með því hærra á landinu og einstaklega myndrænt.

Hengifoss

Skriðuklaustur

er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í mikilli fornleifarannsókn. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Húsið er mjög sérstakt og stíllinn framandi og þar er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld.

Skriðuklaustur (Mynd: Gunnar Gunnarson)

Snæfellsstofa

er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Í Snæfellsstofu er áhugaverð og falleg sýning, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum.

Kárahnjúkastífla

efst í Hafrahvammagljúfrum (Dimmugljúfrum), er hæsta grjótstífla í Evrópu með steyptri þéttikápu og meðal þeirra stærstu í heiminum af þessari gerð. Hún stíflar Jökulsá á Dal við Fremri Kárahnjúk og er langstærsta stíflan á svæðinu. Grjótið í stífluna var að mestu tekið úr námum innan lónsins skammt ofan við stífluna og lagt út í þjöppuðum lögum. Óháð afstöðu okkar til stíflunnar og virkjunarinnar þá er tilkomumikið að að aka yfir stífluna og leggja bílnum á gott stæði sem er við vesturendann. Þaðan er hægt að ganga um og skoða mannvirkið.

Snæfell (1833m)

er hæsta fjall Íslands utan jökla og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfell er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð sem hefur ekki rumskað í 10 þúsund ár. Mun það hafa myndast síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt Snæfell rís hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin og í því eru stuttir brattir skriðjöklar. Tiltölulega auðvelt er að ganga á fjallið frá Snæfellsskála, en af toppnum er á góðum degi útsýni til allra átta. Til að komast að Snæfelli og Snæfellsskála þarf fjórhjóladrifinn bíl ef ekki jeppling. Þjóðgarðsverðir geta veitt upplýsingar um færð inn að Snæfelli.

Spennandi ferðir

Hi! Can I help you?