Looking for winter tours? | Check it out!

Samantekt

Adventure Hótel Hof í Öræfum er staðsett í einni fegurstu og sérkennilegusta sveit á Íslandi, „Sveitinni milli sanda“. Yfir gnæfir Öræfajökull, framundan breiðir Skeiðarársandur úr sér, þjóðgarðurinn í Skaftafelli er örskammt frá og austur undan er stutt í töfraheim Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og að friðlandi fugla í Ingólfshöfða. Í faðmi þessarar ægifögru náttúru kappkostum við hjá ævintýrahótelinu að bjóða persónulega þjónustu í fyrsta flokks gistingu og veitingaaðstöðu. Adventure Hótel Hof er fjölskylduvænt, reyklaust og gæludýravænt hótel.

  • Fallegt útsýni
  • Nálægt Skaftafelli
  • Nálægt Jökulsárlóni
Internet Þráðlaust internet (wifi)
Matur & drykkur Veitingastaður
Morgunmatur
Bar
Þjónusta Herbergisþjónusta
Bílastæði Ókeypis almenningsbílastæði
Almennt Fjölskylduvænt hótel
Reyklaus herbergi
Gæludýr leyfð

Frá

62
Á mann
  • Hof-1, Austurhúsi, 785 Öræfi
  • 41 Herbergi
  • Check In: Frá 16:00 - 22:00
  • Check Out: Frá 08:00 - 11:00
  • hof@adventures.is
  • 478 2260
  • Operated by our trusted partner

Verð á herbergjum
Einstaklingsherbergi
25.100 ISK 10.349 ISK
41% afsl.
Einstaklings herbergi með sameiginlegri salernisaðstöðu
20.980 ISK 8625 ISK
41% afsl.
Tveggja manna herbergi
34.100 ISK 14.950 ISK
43% afsl.
Tveggja manna herbergi með sameiginlegri salernisaðstöðu
25.100 ISK 12.650 ISK
50% afsl.
Þriggja manna herbergi
36.300 ISK 20.125 ISK
55% afsl.
Þriggja manna herbergi með sameiginlegri salernisaðstöðu
42.800 ISK 16.099 ISK
37% afsl.
Fjölskyldu herbergi (4 manna)
49.900 ISK 23.574 ISK
42% afsl.

- Morgunverður er ekki innifalin í verði

Um Hótelið

Upplýsingar

Staðsetning hótelsins er hentug fyrir þá sem leggja leið sína um suðurlandið og er í stuttri fjarlægð frá Skaftafelli þar sem ótal gönguleiðir eru í boði og Jökulsárlóni. Hægt er að fara í jöklagöngu á Sólheimajökli sama dag og innritun eða útritun á hótelinu á sér stað, en þannig má samtvinna ævintýraferð og rólegheit saman í skemmtilegri ferð um suðurlandið.

Nýtt sveitahótel á gömlum grunni

Adventure Hótel Hof er í sambýli við hina gömlu torfkirkju í Öræfasveit í töfrandi umhverfi miðsvæðis í sveitinni. Hótelið er að hluta í byggingum sem upphaflega voru reistar sem fjárhús og hlaða en sem hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga sem vinaleg gisting með persónulega þjónustu. Innan dyra er fátt sem minnir á fyrri starfsemi. Flísalögð gólf og smekklegar innréttingar með leðurhúsgögnum eru til vitnis um að hér snýst starfið ekki lengur um að fóðra sauðfé, heldur að þjóna ferðamönnum sem eiga skilið það besta.

Herbergin

Alls eru 47 herbergi á Adventure Hótel Hof. Þegar komið er inn blasir við notaleg gestamóttaka með stórri setustofu og rúmgóðri veitingastofu og er allt sameiginlegt rými og gistiherbergi ríkulega skreytt listaverkum. Á neðri hæð hefur verið innréttað baðstofa (spa) með stórum heitum potti, gufubaði, sturtum og hvíldaraðstöðu. Auk 8 herbergja sem eru staðsett í gömlu hlöðunni eru 17 herbergi í nýrri viðbyggingu. 10 herbergjanna eru með salerni og sturtu inn af herberginu en 7 herbergjanna deila tveimur baðherbergjum á gangi. Þá eru fjögur smáhýsi, hvert með tveimur herbergjum auk 6 herbergja í gömlu skólahúsi sem í daglegu tali er kallað þinghúsið.

Veitingar

Í veitingastofu bjóðum við morgunverð og kvöldverð úr fyrsta flokks hráefnum og leggjum áherslu á fáa en vel valda rétti. Fisk- og kjötréttir ásamt grænmetis-/vegan réttum eru í boði á veitingastaðnum okkar. Auk þess bjóðum við upp á léttvín, bjór og gosdrykki. Gestir geta pantað nestispakka að kvöldi fyrir náttúruskoðunar- eða gönguferðir daginn eftir. Hægt er að panta morgunverðarhlaðborð þegar bókað er, eða þegar þið mætið á hótelið.

Ingolfshofdi

Í næsta nágrenni við Hof er friðland fugla á Ingólfshöfða. Þar er líflegt fuglabjarg og fagurt útsýni til Öræfasveitar og jökulsins og víðsýnt með ströndinni til beggja átta.  Ingólfshöfði er 76 m hár og um 1200 metra langur móbergs- og grágrýtishöfði og ber þar mest á langvíu, álku, fýl og lunda auk fjölda annarra fuglategunda sem verpa á höfðanum sjálfum og umhverfis hann. Ingólfshöfði er kenndur við Ingólf Arnarson landsnámsmann sem lenti þar, þegar hann kom til landsins öðru sinni, þá í fylgd Hjörleifs fósturbróður sins. Hann hafði vetursetu í höfðanum og á þjóðhátíðarárinu 1974 var honum reistur minnisvarði þar og höfðinn friðlýstur. Skipbrotsmannaskýli var reist á höfðanum árið 1912 en vitinn á austurhluta höfðans er frá árinu 1916 og var endurbyggður 1948.  Yfir sumarmánuðina er boðið upp á daglegar ferðir út í höfðann með traktor og heyvagni frá Hofsnesi.
http://www.oraefaferdir.is

Skaftafell

Frá Hofi er um tíu mínútna akstur í þjóðgarðinn í Skaftafelli en hann er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sem er stærsti þjóðgarður í Evrópu. Náttúrufegurð í Skaftafelli er stórfengleg og útsýni óviðjafnanlegt til hæsta fjalls landsins, yfir stærsta skriðjökul þess og víðáttumesta sand. Gróðurinn er gróskumeiri og fjölbreytilegri en víðast annars staðar á landinu.  Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður með lögum árið 2008 og nær yfir 13.000 km² landssvæði eða sem samsvarar 12% af yfirborði Íslands. Auk þjóðgarðanna í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum er allur Vatnajökull innan þjóðgarðsins og öll helstu áhrifasvæði jökulsins, að vestan, norðan, austan og sunnan. Þjóðgarðinum er skipt upp í fjögur svæði og telst Skaftafell til suðursvæðis. www.vatnajokulsthjodgardur.is

Svartifoss

Frá tjaldstæðinu í Skaftafelli er u.þ.b. 30 mínútna ganga eftir Giljastíg að Svartafossi. Þetta er fjölfarnasta gönguleið innan Þjóðgarðsins og flestum auðveld. Hinn hvíti foss sem steypist fram af berginu niður í djúpan hyl er umlukinn svörtum stuðlabergsveggjum. Form, litir og tónar náttúrunnar spila hér verk sem á sér engan líka

Jökulsárlón

Enginn einn staður við hringveginn heillar ferðamenn jafnmikið og Jökulsárlón með jakaflota sínum. Hægt er að bregða sér í siglingu að sumarlagi milli ísjakanna og upp undir ísstálið. Frá Hofi er tuttugu mínútna akstur að Jökulsárlóni.  www.jokulsarlon.is

Thorbergssetur

Um 45 mínútna akstur frá Hofi er Þórbergssetur á Hala í Suðursveit, menningarsetur til  minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum  Þórbergs Þórðarsonar. Þar er einnig fjölbreytt menningarstarfsemi, safn, minjagripasala og veitingahús.
www.thorbergssetur.is/

Gönguleiðir

Í Öræfum eru ótal möguleikar á gönguferðum, styttri og lengri við hæfi hvers og eins. Gönguferð í Morsárdal og Bæjarstaðaskóg eða aðrar merktar gönguleiðir í Þjóðgarðinum bjóða uppá endalausan fjölbreytileika og áhrifamikil náttúrufyrirbrigði blasa við í hverju skrefi. www.thorbergssetur.is/

Spennandi ferðir

Hi! Can I help you?