One night only. Watch a film inside an ice cave | Check it out!

Samantekt

Komdu með í ævintýralega heimsókn á Langjökul og sjáðu stærstu manngerðu ísgöng heims.

Undanfarin 5 ár hefur Into the Glacier sérhæft sig í ferðum á Langjökli en helsta aðdráttarafl okkar hafa verið manngerðu ísgöngin sem grafin voru út árið 2015. Göngin eru þau stærstu sinnar tegundar í heiminum og veita einstaka innsýn í það sem leynist undir yfirborði jökulsins. Farartækin sem við notumst við eru fyrrverandi loftskeyta trukkar sem voru í þjónustu NATO á kalda stríðsárunum sem hafa nú verið endurgerðir með friðsælla hlutverk í huga.

Tími 3 klst
Erfiðleikastig Auðveld
Staðsetning Þjónustumiðstöðin Húsafelli
Lágmarksaldur Ekkert Aldurstakmark

Frá

145
Á
mann

Contact Us

Hvað er Innifalið

Innifalið

  • Útsýnisferð á Langjökli á sérútbúnum jökultrukk
  • Inngangur í ísgöngin á Langjökli
  • Fræðsla frá sérþjálfuðum leiðsögumönnum Into the Glacier
  • Fatnaður (snjógalli og yfirskór) og ísbroddar

Gott að koma með

  • Hlý föt
  • Vatnsheldan/hlýjan jakka eða úlpu
  • Hentugan skófatnað

Ekki Innifalið

  • Matur

Ferðalýsing

Upplýsingar

Keyrt er á sérútbúnum jöklatrukkum í 1260 metra hæð, nálægt toppi jökulsins. Við góð skilyrði er útsýnið eitt það magnaðasta sem fyrirfinnst á Vesturlandinu. Sérþjálfaðir leiðsögumenn fræða hópinn um jökla á Íslandi og leiða ferðina í gegnum göngin.
Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að heimsækja næststærsta jökul Íslands og sjá þau undur sem hann hefur að geyma.

Upphafspunktur ferðarinnar er í grunnbúðum okkar, sem heita Klaki og eru staðsettar í 35 mínútna fjarlægð frá Húsafelli. Aksturstími frá Reykjavík að Klaka er rúmlega 2,5 klukkustund ef keyrt er í átt að Borgarnesi upp í Húsafell og þaðan upp í Klaka.
Vinsamlegast athugið að vegirnir sem liggja frá Húsafelli að Klaka eru malarvegir (550 og 551). Við mælum ekki með því að smábílar eða mjög lágir bílar keyri á þessum vegum.

Spurt & Svarað

Já, ferðin hentar öllum aldurshópum eða öllum þeim sem geta gengið hægt og rólega án stuðning í gegnum ísgöngin. Gangan tekur sirka klukkutíma.

Göngin eru ávallt við 0° celsíus. Á sumrin rignir úr loftinu vegna leysinga á jöklinum

Nei ferðin er ekki líkamlega erfið. Á skalanum 1-10 er hún yfirleitt listuð sem 2. Viðkomandi þarf að geta gengið óstuddur á hægum gangi í sirka klukkutíma. Jökultrukkarnir sjá alfarið um að koma fólki upp jökulinn að göngunum svo um erfiða jöklagöngu er ekki að ræða.

Við mælum með því að klæða sig eftir veðri. Sami útbúnaður og þyrfti til þess að fara í klukkutíma langa fjallgöngu. Gönguskór (vatnsheldir), góð úlpa, húfa og vettlingar er góð blanda. Yfir vetrarmánuðina mælum við eindregið með síðum ullnærfötum.
Að sumri til þegar leysingar eru í gangi (júní – September) rignir úr loftinu í göngunum og getur þá verið gott að hafa með vatnsheldan klæðnað eða jafnvel regnhlíf.
Við mælum alltaf með góðum sólgleraugum þar sem jökulinn endurvarpar miklu sólarljósi þegar hún sólin ákveður að skína.

Ferðin tekur 2.5 klukkutíma frá Klaka og þangað til komið er þangað aftur. Ferðin í gegnum göngin sjálf tekur sirka klukkutíma.

Nei, við látum alla sem koma í göngin til okkar fá ísbrodda og er þeim deilt út stuttu eftir að komið er í göngin.

Svo lengi sem þær treysta sér í ferðina er allt í lagi að óléttar konur taki þátt. Ferðin upp jökulinn er nokkuð hæg og vaggar bíllinn stundum eins og hann sé í léttum öldum. Hiti er í bílnum.

Við biðjum gesti um að vinsamlegast neyta ekki matvæla á meðan þeir eru í göngunum. Það er ekkert mál að borða nestið sitt í bílnum annaðhvort á leiðinni upp eða á leiðinni niður en við biðjum alla vinsamlegast um að ganga snyrtilega um og taka með sér rusl að ferð lokinni.

Því miður er aðgengi fyrir hjólastóla ekki auðvelt en hægt er að nota hjólastóla sem búnir eru stærri dekkjum til þess að fara í göngin. Gólfið í göngunum er ójafnt og getur verið erfitt að ýta venjulegum stól í gegnum þau þar sem snjór og krapi mynda undirlagið. Hægt þarf að vera að brjóta stólinn saman til þess að koma honum fyrir í bílunum okkar. Til þess að einstaklingur sem notast við hjólastól geti komið í ferðina þarf viðkomandi að ferðast með einstaklingi.