One night only. Watch a film inside an ice cave | Check it out!

Overview

Sólheimajökull er skriðjökull sem kemur frá fjórða stærsta jökli á Íslandi, Mýrdalsjökli. Jökullinn sem er sífellt að breytast bíður uppá stórkostlegar jöklamyndir, t.d. sprungur, svelgi og jökuldríli, að ógleymdum þessum fallega bláa lit sem er að finna í jöklinum. Jökullinn er því tilvalinn til þess að æfa ísklifur!

Hápunktar

 • Ísklifur
 • Jöklaganga
 • Sólheimajökull
 • Litlir hópar

Ferðin samastendur af litlum hóp með reyndum leiðsögumanni sem mun leiða hópinn og sjá til þess að allir fá verkefni við hæfi hvort sem um er að ræða einstaklinga með reynslu af ísklifri eða ekki, en enginn krafa er um fyrri reynslu. Áður en haldið er af stað á ísinn fer leiðsögumaðurinn yfir alla helstu öryggisþætti, búnaðinn og hvernig deginum verður háttað. Lagt er upp með að kenna grunnatriði í ísklifri með mismunandi tækni, uppsetningu búnaðar á mismunandi stöðum og að sjálfsögðu skemmta sér í leiðinni!

Tími ~ 4.5 klukkustund
Staðsetning Sólheimajökull
Lágmarksaldur 14 ára
Erfiðleikastig Miðlungs

Frá

139
Per
Adult(16+)

What's included

Innifalið

 • Jöklaganga á Sólheimajökli
 • Ísklifur
 • Menntaður jöklaleiðsögumaður
 • Allur nauðsynlegur jöklabúnaður

Gott að koma með

 • Góðir vatnsheldir gönguskór
 • Vettlingar
 • Vatnsheldur jakki og buxur
 • Hlý innanundirföt
 • Nesti

Ekki innifalið

 • Matur

Contact us for more Information about this tour

Itinerary

Upplýsingar

Þátttakendur eru beðnir um að koma vel klæddir, þ.e. í uppháum gönguskóm, í lagskiptum klæðnaði, í vettlingum og með nesti. Við útvegum allan nauðsynlegan jöklabúnað s.s. ísaxlir, hjálma, brodda og öryggislínur. Hægt er að leigja gönguskó á staðnum sé þörf á því.

Ferðin hefst á bílastæðinu við Sólheimajökul en mælst er til þess að þátttakendur séu mættir að minnsta kosti 10 mínútum fyrir brottför. Akstur frá Reykjavík til Sólheimajökuls tekur um 2 klukkustundir.