Looking for winter tours? | Check it out!

Samantekt

Sjókajaksigling í mögnuðu umhverfi vestfjarða. Hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Hápunktar

 • Kajakferð á Pollinum á Ísafirði
 • Einstök upplifun
 • Engin þörf á réttindum eða reynslu
 • Fjölbreytt fuglalíf
 • Möguleiki á að sjá seli

Við verðum með frábært tilboð á völdum dagsetningum í allt sumar 2020.

Undursamleg upplifun þar sem þáttakendur sigla frá Ísafirði á sjókajökum. Rólyndi kajaksins á léttu floti, nálægð vatnsins og kyrrlátur faðmur fjallana sameinast í þessari fallegu ævintýrasiglingu. Fjölbreytt fuglalíf vestfjarða leikur einnig stóran þátt í því sjónarspili sem fyrir augu ber. Ferðin hentar bæði fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu tök og einnig fyrir þá sem eru lengra komnir. Allur búnaður er til staðar og fylgir reyndur leiðsögumaður farþegum frá byrjun til enda.

 

Erfiðleikastig Auðveld
Lágmarksaldur 12 ára
Tími 2.5 klst
Staðsetning Ísafjordur

Frá

92
Á
mann
You have selected Hefðbundin Ferð

Heildartími: 2.5 klst

You have selected Fjölskylduferð

Heildartími: 1.5 klst

Hvað er Innifalið

Innifalið

 • Kajaksigling
 • Reyndur leiðsögumaður
 • Kajak bátur og allur nauðsynlegur búnaður
 • Fjölbreytt dýralíf
 • Íslensk náttúra

Gott að koma með

 • Hlý undirföt
 • Hlýja ullarsokkar
 • Húfa
 • Strigaskór

Ekki Innifalið

 • Matur

Ferðalýsing

Upplýsingar

Hefðbundna ferðin tekur sirka 2.5 klukkutíma í heild, og þar af eru 2 tímar sem fara í kajak ferðina sjálfa. Farið er daglega klukkan 09:30 AM.

Fjölskylduferðin tekur sirka 1.5 klukkutíma í heild, og þar af er 1 tími sem fer í kajak ferðina sjálfa. Farið er daglega klukkan 13:00 PM. Til þess að bóka þessa ferð þarf að bóka fyrir fimm eða fleiri manns.

Mæting í bækistöðvar okkar að Mávagarði C (grá skemma) á austurhöfninni bak við rækjuvinnsluna Kampa, hálftíma fyrir brottför. Þar hittir þú leiðsögumanninn þinn og aðra gesti og græjar þig upp fyrir ferðina.

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval ævintýraferða í náttúru Vestfjarða. Við erum mest hrifin af litlum hópum og nýtum okkur heimamenn og vana leiðsögumenn til að leiðsegja ferðaþyrstum gestum um perlur okkar svæðis. Okkar forgangur er að tryggja gestum okkar skemmtilega og mannbætandi náttúruupplifun í sátt við umhverfið. Ferðir okkar eru "þöglar", þar sem við reynum að notast ekki við vélknúin tæki. Við hvetjum til líkamlegrar áreynslu, sama hvert getustigið er. Allt frá auðveldum gönguferðum upp í margra daga fjallaskíðaferðir

Spurt & Svarað

Gaman er að taka með myndavél eða síma en athugið að saltvatnið getur farið illa með slíkar græjur. Biðjið leiðsögumanninn að útvega ykkur þurrpoka eða ZipLock poka. Borea tekur enga ábyrgð á þeim búnaði sem þið komið með í ferðina.

Við notum plastkajaka, bæði einstaklings og tveggja manna. Við mælum með tveggja manna kajak þar sem þeir eru hraðari, stöðugri og félagslegri en eins manna.

Heldur betur! Kajakarnir eru mjög stöðugir og auðveldir í notkun. Við munum veita þér auðveldar og skýrar leiðbeiningar áður en haldið er út í vatnið.

Já, góðar líkur eru á að sjá seli á ferli. Einnig er mikið fuglalíf á svæðinu.

Hefðbundna ferðin er sirka 2.5 klukkutímar í heildina, en 2 tímar af því eru á kajak.

Fjölskylduferðin er sirka 1.5 klukkutímar í heildina, en 1 tími af því er á kajak.

Hægt er að velja á milli þessara tveggja ferða í bókunarkerfinu hér fyrir ofan.

Hi! Can I help you?