Overview

Ein nótt fyrir tvo á Stracta hótel með morgunmat og þriggja rétta kvöldmat ásamt afþreyingarferð.

Hápunktar

  • Ein nótt á Stracta Hótel
  • Þriggja rétta kvöldmáltíð
  • Heitur pottur og gufa
  • Morgunverður
  • Afþreyingarferð

 Ertu að leita að gjöf fyrir þann sem á allt? Hvað með að gefa þá ógleymanlega upplifun? Eða þarf þú á smá fríi og afslöppun að halda? Þá er þetta tilvalinn pakki fyrir þig/þína.

Pakkinn inniheldur eina nótt í standard herbergi fyrir tvo á Stracta hótelinu við Hellu með þriggja rétta kvöldmáltíð og morgunmat. Á hótelinu er að finna heitan pott og gufu sem tilvalið er að nýta eftir hafa farið í þína ógleymanlegu upplifun. Þú velur um eina afþreyingu til að fara í; yfirborðsköfun í Silfru, jöklagöngu á Sólheimajökli eða hellaskoðun í Raufarhólshelli.

Snorkl í Silfru: Komdu með okkur í ógleymanlega yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum og upplifðu þann stórkostlega ævintýraheim sem gjáin hefur upp á að bjóða. Ferðin hest á Þingvöllum og tekur um það bil 3 tíma í heildina. Við sköffum allan nauðsynlegan búnað til þess að snorkla, bjóðum uppá kakó og kex í lok ferðar sem og gefum þér aðgang að myndum sem leiðsögumaðurinn tekur af þér meðan á ferð stendur.

Jöklaganga á Sólheimajökli: Stracta hótel er ekki nema í klukkutíma keyrslu frá Sólheimajökli því er tilvalið að slást í för með okkur í skemmtilega jöklagöngu á hinum stórkostlega Sólheimajökli! Ferðin hefst á bílastæðinu við jökullinn og tekur um það bil 2,5-3 tíma í heildina og hentar öllum sem eru við góða heilsu og eiga auðvelt með að ganga.

Hellaskoðun í Raufarhólshelli: Raufarhólshellir er stórkostlegur hraunhellir staðsettur í Þrengslunum og því stutt frá Reykjavík. Hellirinn er auðveldur yfirferðar eftir að settir voru upp pallar á þeim stöðum sem áður reyndust erfiðir yfirferðar. Geta því fleiri fengiði að skyggnast inn í hinn litríka heim sem leynist undir yfirborðinu.  

Smáa letrið: Pakkinn gildir fyrir tvo og er í gildi í eitt ár frá greiðslu. Við mælum með að panta borð í kvöldmatin við bókun. Ef þú vilt bæta við auka afþreyingu eða auka nótt á hótelinu þá er það ekkert mál, sendu okkur bara línu og við græjum það.

Ef þú bókar fyrir áramót getur þú nýtt þér Ferðagjöfina.

 

Tími 2 days
Erfiðleikastig Auðveld

Frá

393
Per Participant

Contact Us