Overview

Komdu ástinni þinni á óvart með afþreyingarferð og rómantískri nótt í glerskála á Suðurlandi með heitum potti.

Hápunktar

  • Ein nótt í glerskála fyrir tvo
  • Heitur pottur
  • Afþreyingarferð fyrir tvo
  • Prosecco freyðivín & súkkulaði við komu

Viltu komast aðeins í burtu frá borgarlífinu í ró og næði í sveitarsælunni? Eða koma ástinni þinni á óvart með óvæntri ferð á Suðurland?

Þá er þessi pakki tilvalinn fyrir þig! Hann inniheldur eina nótt í glerskála á Suðurlandi fyrir tvo með heitum potti. Við komu bíður ykkar Prosecco freyðivín og súkkulaði til þess að fullkomna dvölina. Glerskálinn og fjarlægð hans við næstu byggð er tilvalinn til að dáðst að norðurljósum ef þau birtast. Einnig fylgir með pakkanum afþreyingarferð þar sem þú velur þá afþreyingu sem þig langar mest í; snorkl í Silfru, jöklaganga á Sólheimajökli eða hellaskoðun í Raufarhólshelli.

Snorkl í Silfru: Komdu með okkur í ógleymanlega yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum og upplifðu þann stórkostlega ævintýraheim sem gjáin hefur upp á að bjóða. Ferðin hefst á Þingvöllum og tekur um það bil þrjá tíma í heildina. Við sköffum allan nauðsynlegan búnað til þess að snorkla einnig færðu heitt kakó og kex í lok ferðar.

Jöklaganga á Sólheimajökli: Nú er rétti tíminn til að ferðast innanlands og kynnast fallega landinu okkar. Því er tilvalið að slást í för með okkur í skemmtilega jöklagöngu á hinum stórkostlega Sólheimajökli! Þú hittir okkur á bílastæðinu við Sólheimajökul þar sem ferðin hefst en hún tekur í heildina 2,5-3 tíma og er tiltölulega auðveld og ætti því að henta öllum sem eru við góða heilsu og eiga auðvelt með ganga.

Hellaskoðun í Raufarhólshelli: Raufarhólshellir er stórkostlegur hraunhellir staðsettur í Þrengslunum og því stutt frá Reykjavík. Hellirinn er auðveldur yfirferðar eftir að settir voru upp pallar á þeim stöðum sem áður reyndust erfiðir yfirferðar. Geta því fleiri fengiði að skyggnast inn í hinn litríka heim sem leynist undir yfirborðinu.  

Smáa letrið: Pakkinn gildir fyrir tvo og er í gildi í eitt ár frá greiðslu. Ef þú vilt bæta við auka afþreyingu eða auka nótt sendu okkur þá línu og við verðum við því á tilboðsverði.

Ef þú bókar fyrir áramót getur þú nýtt þér Ferðagjöfina.

Tími 2 days
Erfiðleikastig Auðveld

Frá

628
Per 2 people

Contact Us