Overview

Lærðu að kafa og fáðu Padi Open Water réttindin á einungis þremur Sunnudögum.

Hápunktar

 • Padi Open Water réttindi
 • Reyndir köfunarkennarar
 • Einstakir köfunarstaðir
 • Padi rafrænt kennslunámskeið

Að kafa er einstök upplifun sem opnar á nýjar víddir til þess að kanna heiminn. Nú er kjörið tækifæri til þess að sækja sér PADI Open Water réttindi sem gefur þér tækifæri til þess að kafa niður á 18 metra dýpi. Eftir að þú hefur öðlast réttindin getur þú ferðast hvert sem er um heiminn og kafað með félaga og skoðað hin undurfagra og síbreytilega neðansjávar heim. Komdu í Sunnudagsköfunarskóla Arctic Adventures og byrjaðu köfunarævintýrið þitt!

 • Personal Experience
 • Trusted Tour Operator
 • Small group experience
 • Expert guides

Frá

271
Per Adult

Hvað er Innifalið

Innifalið

 • Allur köfunarbúnaður
 • Allur öryggisbúnaður
 • Leiðbeinandi með PADI kennsluréttindi
 • Padi Open Water réttindi
 • Heitt súkkulaði og kökur
 • Sundlaugarkostnaður
 • PADI rafrænt kennslunámskeið
 • Þurrbúningarréttindi

Gott að koma með

 • Hlý ullar innanundirföt
 • Ullarsokka
 • Föt til skiptana
 • Handklæði
 • Nesti

Ekki innifalið

 • Matur

Ferðalýsing

Uppsetning námskeiðs

Námskeiðið er kennt eftir kerfi PADI köfunarsamtakanna og skiptist upp í tvo hluta, verklegan og bóklegan hluta. Bóklegi hlutinn fer fram í fjarkennslu á netinu því getur þú sjálf/sjálfur ákveðið hversu hratt þú ferð yfir. Efninu er skipt upp í 5 kafla þar sem farið er yfir bæði í máli og myndum þau nauðsynlegu atriði sem snúa að köfun. Í lok hvers kafla er krossapróf sem viðkomandi þarf að standast til þess að halda áfram. Þó svo að fræðilegi hlutinn sé á netinu þá er leiðbeinandi námskeiðsins alltaf til taks til þess að aðstoða eða útskýra ef einhvað er ekki skýrt. Verklegi hlutinn fer fram á þremur Sunnudögum og er þá farið dýpra í þá þætti sem farið er yfir í bóklega hlutanum. Sjá nánari skiptingu á verklega hlutanum hér að neðan:

Dagur 1: Kafað í sundlaug og farið yfir grunnæfingar sem viðkomandi þarf að uppfylla til þess að standast námskeiðið.

Dagur 2: Open Water kafanir 1 og 2. Fyrsta köfunin snýst fyrst og fremst um að aðlagast vatninu og búningnum. Í seinni köfuninni förum vð svo að byggja á þeim grunnæfingum sem farið var yfir í sundlaugarpartinum. Ekki er kafað lengra en niður á 12 metra dýpi í þessum köfunum.

Dagur 3: Open Water kafanir 3 & 4. Í þessum köfunum förum við dýpra niður en þó aldrei lengra en 18 metra. Í seinni köfuninni þarf viðkomandi að geta sýnt fram á að hann geti lokið fullri köfun án vandkvæða til þess að standast námskeiðið.

Áður en haldið er af stað í síðustu köfun námskeiðsins þurfa þátttakendur að hafa lokið krossaprófi úr fræðilega þættinum sem fer fram á netinu til þess að standast námskeiðið. Eftir að hafa staðist alla þætti námskeiðsins útskrifast þátttakendur með PADI Open Water réttindi sem gefur réttindi til þess að kafa niður að 18 metra dýpi hvar sem er í heiminum. Réttindin gilda til lífstíðar og eru alþjóðlega viðurkennd.

Vinsamlegast hafið í huga að allt kennsluefni frá Padi er á ensku því mun námskeiðið fara fram á ensku.

Verðið fyrir námskeiðið í heild sinni er 100.000 isk á mann en einnig er hægt að skipta greiðslunum niður þannig að greitt er fyrir hvern og einn dag. Þannig skiptast greiðslurnar í:

Dagur 1 – Sundlaugardagur 30.000 isk

Dagur 2 – Köfun 1 & 2 – 35.000 isk

Dagur 3 – Köfun 3 & 4 – 35.000 isk

Ef þú ert ekki viss um hvort köfun sé fyrir þig, geturu einfaldlega bókað þig og greitt fyrir fyrsta daginn til þess að sjá hvort þetta sé einhvað sem hentar þér. Ef áhuginn er til staðar eftir fyrsta dag þá er hægt að halda áfram og klára námskeiðið. Einnig er vert að minnast á, að hægt er að sækja um niðurgreiðslu á námskeiðinu til margra stéttarfélaga svo við mælum með að þú athugir það hjá þínu stéttarfélagi.

 

Þátttakendur á námskeiðinu þurfa að uppfylla ýmis skilyrði til þess að fá að kafa og eru þau skilyrði sett fram til þess að gæta að öryggi þátttakanda. Helstu skilyrði eru eftirfarandi:

 • Kunna að synda og líða vel í vatni/sjó
 • Vera í líkamlega góðu formi
 • Getað talað og skilið ensku þar sem námskeiðið fer fram á ensku
 • Ekki vera barnshafandi
 • Að vera að minnsta kosti 14 ára gamall en hafa ber í huga að ef viðkomandi er yngri en 18 ára þarf undirskrift forráðamanns

Fyrir frekari upplýsingar um skilyrði er gott að skoða Köfunarhandbókina okkar sem sjá má HÉR. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á dive@adventures.is

FAQ

PADI var stofnað árið 1966 og stendur fyrir Professional Association of Diving Insctructors og eru ein virtustu köfunarsamtök í heiminum.

Til þess að fá PADI Open Water réttindi þarftu að ljúka við bóklega hlutan auk þess að klára sundlaugarpartinn og svo 4 kafanir í vatni eða sjó.

PADI Open Water eru eitt af fyrstu réttindunum sem hægt er að fá í PADI kerfinu. Með því að öðlast réttindin hefur þú leyfi til þess að kafa með félaga niður á 18 metra dýpi.

Réttindin leyfa þér að kafa niður á 18 metra dýpi.

Já, flest stéttarfélög bjóða uppá niðurgreiðslu á námskeiðinu að hluta til. Endilega heyrðu í stéttarfélaginu þínu og athugaðu málið.

Yes, there are 2 toilet facilities at Silfra. However, we don’t recommend that you use them for changing, as it can result in long queues.