One night only. Watch a film inside an ice cave | Check it out!

Samantekt

Ævintýraferð í Eyjafirði þar sem verður farið með hraðbát í skemmtilega hvala- og lundaskoðunarferð í mögnuðu umhverfi. Í þessari ferð fáið þið að upplifa einstaka náttúru og hafa gaman á meðan!

Hápunktar

 • Skemmtileg ribbátaferð
 • Einstök náttúra
 • Hvalaskoðun
 • Lundaskoðun

Hvalaskoðun í Dögun hraðbát okkar á Dalvík er örugg og frábær leið til að sjá áhugaverða staði frá sjó í utanverðum Eyjafirði. Þó hvalaskoðun sé megin stefið í ferðinni er siglt hjá Hrísey, Hrólfsskeri, Látraströndinni, Hvanndalabjörgum, Múlanum og fossinum Míganda.

Að vera á hraðbát í þessari náttúru gefur okkur tækifæri til að fara yfir stærra svæði og nálgast áhugaverða staði á annan hátt. Farþegar sitja mjög lágt í bátnum og vegna hraðans er umtalsvert minni líkur á sjóveiki um borð en venjulegum bátum. Að sitja lágt gerir alla náttúru stærri og tilkomumeiri, farþegum finnst þeir vera nær hvölunum og upplifunin verður meiri.

Hóptilboðið gildir fyrir 5 manns eða fleiri. Athugið að það komast 12 manns í bátinn en hægt er að fara fleiri ferðir ef hópurinn er stærri. Hafið samband og við finnum bestu lausnina fyrir þinn hóp.

Við mælum með þessu örugga og skemmtilega ævintýri í Eyjafirði!

Tími 2 hours
Staðsetning Dalvik
Erfiðleikastig Auðveld

Frá

111
Per
2
people

Contact Us

Hvað er Innifalið

Innifalið

 • Hlýir gallar
 • Björgunarvesti
 • Nauðsynlegur búnaður
 • Fjöðrunarsæti

Gott að koma með

 • Hlý föt
 • Húfu
 • Vettlinga

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar

Ferðalýsing

Ævintýraferð í Eyjafirði

Upplifðu ævintýrasiglingu í Eyjafirði í mögnuðu umhverfi. Við hittum ykkur á Dalvík þar sem þið fáið nauðsynlegan búnað áður en við hoppum uppí bátinn og leggjum af stað. 

 

Allir um borð klæðast flotbúningi og björgunarvesti. Báturinn okkar Dögun er 13 metra langur með fjórtán fjaðrandi stólum fyrir farþega og áhöfn. Báturinn er mjög öruggur með 9 loftrými í belgnum, tvær 370 hestafla vélar, björgunarbát, tvö handslökkvitæki, sjálfvirku og handstýrðu slökkvikerfi í vélarými. Sæti og handföng verða sótthreinsuð milli ferða.

Þið hittið okkur í Arctic Adventures / Arctic Sea Tours miðasölunni á Dalvík. Smellið hér fyrir kort.
Heimilisfang: Hafnarbraut 22, 620 Dalvík.

Við mælum með að mæta 20 mín. fyrir brottför.