Samantekt

Þessi ævintýra ferð er sérhönnuð fyrir þá sem hafa alltaf langað að heimsækja Hornstrandir en aldrei gefist færi á því.

Hápunktar

 • Óspilt náttúra
 • Bátsferð fram og til baka
 • Einstök upplifun
 • Kvöldmatur innifalinn
 • Góðar líkur á að sjá Refi og Seli

Við verðum með frábært tilboð á völdum dagsetningum í allt sumar 2020.

Siglt er frá Ísafirði um morguninn og tekur siglingin sjálf rétt um klukkutíma. Haldið er af stað í gönguna rétt eftir komu á áfangastað sem er fyrir miðju Veiðileysufjarðar. Gengið er upp sirka 500 metra hækkun og veitir hæðin einstakt útsýni yfir vestfirðina sjálfa. Gangan er um 10 kílómetra löng og veltur því lengd ferðarinnar eilítið á líkamlegu ástandi þáttakenda en allir sem eru við góða heilsu ættu að geta tekið þátt. Gangan endar í skála í botni Kvíadals en við komu þangað getur fólk skoðað nærliggjandi svæði á meðan kvöldverður er undirbúinn. Borðað er í skála sem staðsettur er í Kvíadal áður en haldið er aftur til baka til Ísafjarðar

Heildarlengd ferðarinnar er yfirleitt 10 – 11 klukkutímar

Tími 11 klst
Erfiðleikastig Miðlungs
Staðsetning Ísafjordur
Lágmarksaldur 12 ára

Frá

361
Á mann

Hvað er Innifalið

Innifalið

 • Bátsferð til og frá Hornstranda
 • Leiðsögn þaulreynda leiðsögumanna
 • Kvöldmatur í Kvíum

Gott að koma með

 • Hlý undirföt
 • Hlýja ullarsokkar
 • Skiptanleg föt

Ekki Innifalið

 • Matur

Ferðalýsing

Upplýsingar

Ferðin hefst á skrifstofu Borea Adventures, sem staðsett er á Aðalstræti 17, Ísafirði. Mikilvægt er að virða tímamörk og mæta 20 - 30 mín. fyrir brottför. Leiðsögumaðurinn hefur þá góðan tíma til að fara yfir öryggisatriði og við hverju má búast í gönguferð um vilta náttúru Hornstrandafriðlandsins. Siglt er á farþegabátnum Bjarma yfir í Veiðileysufjröð og er brottför kl 09:00 frá höfninni á Ísafirði. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval ævintýraferða í náttúru Vestfjarða. Við erum mest hrifin af litlum hópum og nýtum okkur heimamenn og vana leiðsögumenn til að leiðsegja ferðaþyrstum gestum um perlur okkar svæðis. Okkar forgangur er að tryggja gestum okkar skemmtilega og mannbætandi náttúruupplifun í sátt við umhverfið. Ferðir okkar eru "þöglar", þar sem við reynum að notast ekki við vélknúin tæki. Við hvetjum til líkamlegrar áreynslu, sama hvert getustigið er. Allt frá auðveldum gönguferðum upp í margra daga fjallaskíðaferðir

 • Hlý útiföt, göngubuxur og hlýar peysur/jakka
 • Vatnshelda jakka og buxur
 • Gönguskó. Best er að vera með vatnshelda skó sem veita góðan stuðning við ökla
 • Húfu og vettlinga
 • Lítinn bakpoka
 • Sólgleraugu
 • Kíkir til að skoða dýralíf (Ekki nauðsynlegt)
 • Vatnsbrúsa
 • Nesti
 • Og ekki gleyma myndavélinni!

Spurt & Svarað

Við bjóðum upp á grænmetisfæði fyrir þá sem þess óska, en það þarf að panta hann sérstaklega í það minnsta tveim dögum fyrir brottför.

Já, það er sjálfsagt. Myndavélar eða annar búnaður er tekinn með á eigin ábyrgð.

Ferðin er á bilinu 10 til 11 klukkutíma í heildina. Gera má ráð fyrir að við verðum komin til baka á Ísafjörð um 19:00 PM.

Gangan er um 10km.

Já, góðar líkur eru á að sjá heimskautsrefi sem lifa á svæðinu, sem og seli. Einnig er mikið fuglalíf á svæðinu.

Fleiri spennandi ferðir

Ferðalýsingar