Loka
1
0.006622
0.007414

Snorkl í Silfru

Yfirborðsköfun í stuttri fjarlægð frá Reykjavík

Go snorkeling in between the continents

Komdu með okkur í ógleymanlega snorkl-ferð í Silfru á Þingvöllum og upplifðu þann stórkostlega ævintýraheim sem gjáin hefur upp á að bjóða.

Snorkeling
Iceland-map-destinations

Við verðum með frábært tilboð á völdum dagsetningum í allt sumar 2020.

Snorkl í Silfru er ógleymanleg upplifun sem er tilvalin fyrir fjölskyldur og vinahópa, í næsta nágrenni Reykjavíkur. Flekaskilin, tærleiki vatnsins, litbrigðin og formleiki landslagsins undir yfirborði gjárinnar skilur eftir minningar sem munu fylgja þér lengi. Á meðan þú lætur þig fljóta getur þú snert heimsálfurnar til hvorrar handar og ekki er úr vegi að taka smá sopa af hreinu og tæru vatninu sem ferðast hefur um áratugi í gegnum hraunið alla leið frá Langjökli.

Allur útbúnaður er innifalinn (þurrbúningur, skór, hanskar, snorklgríma og fit) en mikilvægt er að mæta í hlýjum undirfatnaði, t.d. föðurlandi og ullarsokkum til að halda á sér hita.
Áður en farið er í gjánna er farið vel yfir öll öryggisatriði. Við erum með sérþjálfaða og vottaða köfunarleiðsögumenn sem leiðbeina hópnum á ferðalaginu um Silfru til að þú getir notið einstaks útsýnis undir yfirborði vatnsins.

Eftir snorklið er boðið upp á smákökur og heitt kakó. Innifalið í verðinu eru ljósmyndir á rafrænu formi sem að leiðsögumaðurinn tekur í gegnum ferðina, frábærar til þess að deila á samfélagsmiðlum eða með fjölskyldu/vinum.
Um er að ræða ógleymanlega upplifun í einum af náttúruundrum Íslands.

 • Tími

  ~ 3 klst

 • Lágmarksaldur

  12 ára

 • Staðsetning

  Þingvellir

 • Verð

  15.990 7.995 ISK

Hápunktar
Þingvallaþjóðgarður
Yfirborðsköfun í kristaltæru vatni
Einstök upplifun
Engin þörf á réttindum eða reynslu
Innifalið
45 mínútna yfirborðsköfun í Silfru
Fríar ljósmyndir úr ævintýraferðinni
1.500 kr Silfru gjald
Fræðsla frá vottuðum köfunarsérfræðingum
Þurrgalli & allur nauðsynlegur búnaður
Heitt kakó & kex eftir ferðina

Öryggisreglur
• Aldurstakmark er 12 ára samkvæmt reglum þjóðgarðsins
• Allir undir 18 ára þurfa að vera í fylgd foreldra/forráðamanns
• Þyngdartakmörk: 45-120 kg
• Hæðartakmörk: 150 – 200 cm
• Fyrir upplýsingar um sjúkdóma eða aðrar takmarkanir á þátttöku í ferðinni, vinsamlegast lesið snorkl-handbókina okkar áður en farið er í ferðina.
• Mundu að taka með hlý föt, helst úr flís eða ull (enga bómull!), hlýja ullarsokka og föt til skiptanna (bara til vonar og vara).
• Barnshafandi konur mega því miður ekki taka þátt í ferðinni.

Upphafspunktur:
Ferðin hefst á bílastæðinu við Silfru, sem staðsett er í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Ef keyrt er frá Reykjavík tekur aksturinn rúmlega 50 mínútur. Bílastæðið er merkt P5 og hægt er að leita að því á Google Maps, þegar búið er að leggja þarf að ganga um 400 metra til baka þar sem þú hittir leiðsögumanninn á sérmerktu bílastæði við Silfru. Mikilvægt er að vera mættur 15 mínútum áður en ferðin hefst. Sjá kort af staðsetningu hér.

Arctic Adventures
Arctic Adventures hóf starfsemi árið 1983 með sölu flúðasiglinga í Þjórsá og síðar í Hvítá. í dag býður fyrirtækið uppá allskyns afþreyingu um allt land eins og jet bátsferðir, snjósleðaferðir, flúðasiglingar, hvalaskoðunarferðir, jöklaferðir, skoðunarferðir, gönguferðir, köfunarferðir ásamt því að vera ferðaskipuleggjandi.

Þarf ég að taka sundföt með í ferðina?

Sundföt eru ekki nauðsynleg, enda verður þú klædd/-ur í þurrbúning. Í gegnum Silfru rennur jökulvatn sem að er vissulega kalt og því klæðast allir þurrbúning ásamt hlýjum fatnaði þar undir. Þurrbúningurinn á að koma í veg fyrir að fötin þín blotni en þó er alltaf áhætta á að eitthvað vatn leki inn fyrir búninginn þar sem um er að ræða leigubúning. Mikilvægt er því að taka með sér aukafatnað, bara til vonar og vara!

Má taka eigin myndavél með í ferðina?

Já, það er sjálfsagt. Myndavélar eða annar búnaður er tekinn með á eigin ábyrgð. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að búnaðurinn sé vatnsheldur eða í viðeigandi hulstri.

Get ég notað gleraugu undir snorkl grímunni?

Því miður þá er það ekki mögulegt þar sem að grímann verður að liggja upp við húðina svo að ekki fari vatn inn á hana. Við mælum því með að nota augnlinsur.

Ég á von á barni, má ég fara í ferðina?

Barnshafandi konur mega því miður ekki taka þátt í ferðinni vegna öryggsástæðna.

Þarf ég að kunna að synda til þess að taka þátt í yfirborðsköfun?

Grunnkunnátta er nauðsynleg en þurrbúningarnr halda þér þó á floti. Það er því einungis nauðsynlegt að þú sért örugg/-ur með að fljóta á yfirborði vatnsins og þarft ekki að halda þér á floti sjálf/-ur.

Eru salerni við Silfru?

Það eru salerni við Silfru.

Er sjávarlíf í Silfru?

Þar sem að í gegnum Silfru rennur jökulvatn þá er dýralíf lítið. Einstaka fiskar ráfa yfir í Silfru úr Þingvallavatni en eru yfirleitt fljótir að koma sér til baka. Hins vegar er plöntulíf mikið og er það eitt af einkennum Silfru hversu litrík gjáin er. Útsýnið er því alveg einstakt.

Loka

50% afsláttur

Nú aðeins 7.995 kr á mann (var 15.990). Athugið að við bætist 1.500 kr Silfru gjald.

Bóka ferð

Verð frá: 15.990 7.995 ISK

Bóka ferð