Loka
1
0.006622
0.007414

Hópatilboð - Jöklaganga á Sólheimajökli

Skemmtileg ganga á Sólheimajökli í sumar fyrir hópa

Glacier Experience, Glacier Hiking tour in Iceland. Glacier hiking tours available from Reykjavík, Iceland.

Nú er rétti tíminn til að ferðast innanlands og kynnast fallega landinu okkar. Því er tilvalið að slást í för með okkur í skemmtilega jöklagöngu á hinum stórkostlega Sólheimajökli!

Glacier-Hiking
Iceland-map-destinations

Sólheimajökull er skriðjökull sem staðsettur er á sunnanverðu landinu og rennur undan Mýrdalsjökli. Jökulinn hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja komast í snertingu við hreina náttúru og er aðkoma auðveld sem gerir hann kjörinn fyrir göngur sem þessa.

Sérþjálfaðir leiðsögumenn leiða ferðina og gangan hentar öllum þeim hafa náð 8 ára aldri og eru við góða heilsu.
Allur öryggisbúnaður sem er nauðsynlegur fyrir jöklagöngur er á staðnum, en þar má nefna mannbrodda, hjálma, belti og ísaxir. Þáttakendur eru beðnir um að mæta vel klæddir og í góðum gönguskóm.

 • Tími

  3-4 klst

 • Lágmarksaldur

  8 ára

 • Staðsetning

  Sólheimajökull

 • Verð

  13.990 6.995 ISK

Hápunktar
Skemmtileg jöklaganga
Sólheimjökull
Innifalið
Jöklaganga með leiðsögn
Nauðsynlegur jöklabúnaður

Upphafspunktur:
Farið er frá bílastæðinu við sólheimajökull. Upphafspuntkur er einnig sýnilegur á korti sem fylgir þessari síðu.

Hvaða fatnað ætti ég að hafa með mér ?

Við mælum með því að klæða sig eftir veðri og að klæða sig í lög sem auðvelt er að fara úr og aftur í eftir aðstæðum. Ullarnærföt, góð peysa eða flís og vatnsheld skel eru 3 lög sem við mælum helst með ásamt húfu og vettlingum. Ekki er mælt með því að mæta í gallabuxum eða strigaskóm í þessa ferð.
Góðir gönguskór eru nauðsynlegir
Alltaf er gott að taka með sólgleraugu þegar haldið er á jökul þar sem ísinn endurvarpar miklu ljósi þegar sólin skín. Gott er að hafa sterka sólarvörn með í för til að setja á andlitið.
Við mælum sterklega með því að hafa meðferðis auka fatnað, þurra sokka og nesti og þá er tilvalið að hafa með bakpoka til þess að geyma þessa hluti

Er matur innifalinn ?

Matur er ekki innifalinn í ferðinni og því mælt með að taka með sér gott nesti og drykk.

Hvaða búnaður er í boði fyrir þáttakendur?

Allur öryggisbúnaður er til staðar og innifalinn í verði en það eru mannbroddar, hjálmar, ísaxir og belti.

Loka

HÓPATILBOÐ

NÚ AÐEINS 6.995 KR Á MANN (M.V. 10+ ÞÁTTTAKENDUR)

Bóka ferð

Verð frá: 13.990 6.995 ISK

Bóka ferð