Loka
1
0.006622
0.007414

Hópatilboð - Flúðasigling niður Hvítá

Frábær skemmtun fyrir fyrirtæki, vinahópa og fjölskyldur

Komdu með okkur í ævintýralega flúðasiglingu niður Hvítá á Suðurlandi. Tilvalið fyrir vinahópa!

Rafting
Iceland-map-destinations

Í rúm 30 ár hefur Arctic Adventures verið með starfræktar vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu okkar, Drumboddsstöðum. Flúðasiglingar í Hvítá henta öllum og er staðsetning ferðarinnar kjörin fyrir fólk sem á leið í gegnum gullna hringinn, Flúðir, Grímsnes eða nærumhverfi þess. Auk þess er aksturstími frá Reykjavík einungis u.þ.b. 1,5 klukkustund að Drumboddsstöðum og því tilvalið að gera sér ævintýrilega dagsferð niður Hvítá.
Flúðasiglingin liðast niður fljótið í gegnum flottar öldur og miðlungsstórar holur. Siglt er í gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum og sé þess óskað fá þátttakendur að sökkva þar af kletti í ánna, svo fremi sem aðstæður leyfa. Rafting niður Hvítá er skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir alla sem eru í ævintýraleit!

 • Tími

  4 klst

 • Lágmarksaldur

  11 ára

 • Staðsetning

  Drumboddsstaðir

 • Verð

  13.990 8.990 ISK

Hápunktar
River rafting
Hvítá River (pronounced kvee-tow)
Brúarhlöð canyon (Bruarhlod canyon)
Hot sauna after the river rafting
Innifalið
Ævintýraleg flúðasigling niður Hvítá
Sérþjálfaður leiðsögumaður
Allur nauðsynlegur búnaður (blautbúningur, björgunarvesti, hjálmur, ár o.s.frv.)
Aðgangur að sturtum og gufubaði (saunu)

Aldurstakmark er 11 ára. Börn undir 18 ára þurfa að vera í fylgd með foreldri/forráðamanni.

Upphafspunktur:
Upphafspunktur ferðarinnar er frá bátahúsinu okkar, Drumboddsstöðum. Drumboddsstaðir eru staðsettir í rúmlega 1,5 klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Hér má nálgast upplýsingar um staðsetningu Drumboddsstaða.

Athugið

Hvað þarf ég að hafa meðferðis?

Við mælum með því að hafa meðferðis sundföt (eða nærföt til skiptana), hlýjan undirfatnað (föðurland, flís eða ullarfatnaður) til að klæðast undir búningnum ásamt auka fatnaði til skiptana og handklæði. Fatnaðurinn sem þú klæðist í ferðinni mun blotna. Allur annar búnaður er innifalinn í ferðinni, s.s. blautbúningur, björgunarvesti, hjálmur og annar öryggisbúnaður.

Hversu löng er ferðin?

Ferðin tekur 3 – 4 klukkustundir frá upphafi til enda. Flúðasiglingin sjálf er um 1 – 1,5 klukkustund.

Hvernig er aðstaðan á Drumboddsstöðum?

Á Drumboddsstöðum eru búningsklefar (kynjaskiptir), sturtur, gufubað (sauna) þar sem hægt er að hlýja sér eftir ferðina, veitingastaður og bar. Hægt er að kaupa lambagrillveislu sem verður þá tilbúin þegar þú kemur upp úr ánni.

Þarf ég að kunna að synda til að taka þátt í ferðinni?

Það er mikilvægt að þátttakendur kunni að synda. Þátttakendur fá björgunarvesti í ferðinni.

Loka

Sparaðu allt að 40%

Nú aðeins 8.990 kr á mann (m.v. 10+ þátttakendur)

Bóka ferð

Verð frá: 13.990 8.990 ISK

Bóka ferð