Samantekt

Komdu með okkur í ævintýralega flúðasiglingu niður Hvítá á Suðurlandi. Tilvalið fyrir vinahópa!

Hápunktar

 • River rafting
 • Hvítá River (pronounced kvee-tow)
 • Brúarhlöð canyon
 • Hot sauna after the river rafting

Í rúm 30 ár höfum við boðið upp á vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu okkar á Drumboddsstöðum eða „Drumbó“ eins og við köllum staðinn. Flúðasigling í Hvítá er ævintýraleg ferð í flottum öldum og fallegu landslagi sem hentar öllum.

Drumbó eru í aðeins 1,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík og því tilvalin afþreying fyrir alla sem vilja búa til skemmtilegar og eftirminnlegar minningar í fallegu umhverfi. Vinsælustu náttúruperlur landsins Gullfoss og Geysir eru steinsnar frá og ekki tekur nema 20-30 mínútur að keyra frá Flúðum, Laugavatni og Grímsnesi að Drumbó.

Tími 3,5 - 4 klst
Erfiðleikastig Auðveld
Staðsetning Drumboddsstaðir
Lágmarksaldur 11 ára

Frá

67
Á mann
35% AFSL.

HÓPATILBOÐ - M.V. 10+ ÞÁTTTAKENDUR

Hvað er Innifalið

Innifalið

 • Ævintýraleg flúðasigling niður Hvítá
 • Sérþjálfaður leiðsögumaður
 • Allur nauðsynlegur búnaður (blautbúningur, björgunarvesti, hjálmur, ár o.s.frv.)
 • Aðgangur að sturtum og gufubaði (saunu)

Gott að koma með

 • Hlý undirföt
 • Hlýja sokkar
 • Skiptanleg föt
 • Sundföt
 • Handklæði

Ekki Innifalið

 • Matur

Ferðalýsing

Upplýsingar

Á Drumoddsstöðum taka reyndir leiðsögumenn vel á móti þér og allir fá blautgalla og þann öryggisbúnað sem nauðsynlegur er fyrir siglinguna. Búningsklefar eru á staðnum og eftir flúðasiglinguna er fátt betra en að fara í heita sturtu og sauna. Eina sem þú þarft að gera er að taka með þér sundföt, handklæði, hlýja peysu úr ull eða flís og við sjáum um rest.

Siglingin byrjar við Veiðistaðinn og liðast 7 km leið niður ánna í gegnum flottar öldur, fjölbreyttar flúðir, miðlungsstórar holur, hyli og breiður. Siglt er í gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum, stuðlaberg ber fyrir augum og sé þess óskað fá ræðarar að stökkva fram af kletti í ánna.

Í lok ferðar geta ræðarar notið þess að slaka á í fallegu umhverfi Drumboddsstaða eftir heita sturtuna. Við verðum búin að hita grillið og fyrir þá sem vilja er hægt að fá sér grillaða steik og bjór á veitingastaðnum okkar á góðu verði.

Rafting niður Hvítá er skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir fyrir alla sem eru í ævintýraleit!

• Aldurstakmark er 11 ára.
• Allir undir 18 ára þurfa að vera í fylgd foreldra/forráðamanns.

Spurt & Svarað

Við mælum með því að hafa meðferðis sundföt (eða nærföt til skiptana), hlýjan undirfatnað (föðurland, flís eða ullarfatnaður) til að klæðast undir búningnum ásamt auka fatnaði til skiptana og handklæði. Fatnaðurinn sem þú klæðist í ferðinni mun blotna.
Allur annar búnaður er innifalinn í ferðinni, s.s. blautbúningur, björgunarvesti, hjálmur og annar öryggisbúnaður.

Ferðin tekur 3 – 4 klukkustundir frá upphafi til enda. Flúðasiglingin sjálf er um 1 – 1,5 klukkustund.

Á Drumboddsstöðum eru búningsklefar (kynjaskiptir), sturtur, gufubað (sauna) þar sem hægt er að hlýja sér eftir ferðina, veitingastaður og bar. Hægt er að kaupa lambagrillveislu sem verður þá tilbúin þegar þú kemur upp úr ánni.

Það er mikilvægt að þátttakendur kunni að synda. Þátttakendur fá björgunarvesti í ferðinni.

Fleiri spennandi ferðir

Ferðalýsingar