← Close menu

Hópatilboð

Rafting og Riverjet á Hvítá

Rafting og River Jet tilboð í Hvítá

Í maí og júní mánuðum ætlum við hjá Arctic Adventures að bjóða uppá frábær tilboð fyrir hópa í okkar vinsælustu ferðir!

Rafting Tilboð

Innifalið: Flúðasigling, bjórsmökkun á fjórum bjórum og lambagrill!

Verð: Aðeins 9.990 ISK á mann

Bókanir: sendið bókanabeiðnir á rafting@adventures.is

Lágmark: 10 þátttakendur frá 15. maí til 30. júní.

Hvenær:  Frá Drumboddsstöðum kl. 10:00 og 14:00 sé hist á staðnum. Hafið samband ef þið þurfið að fá tilboð fyrir akstur fram og tilbaka frá Reykjavík.

Fjarlægð frá Reykjavík: 100 km.

Lengd ferðar: 3 klst. án aksturs frá Reykjavík. 6 klst. með akstri fram og tilbaka frá Reykjavík.

Aldurstakmark: 11 ára

Þátttakendur verða að taka með sér: handklæði, sundföt, föt til skiptana og hlýja peysu (flís/ull) sem mun líklega blotna.

 

Riverjet Tilboð

Innifalið: Riverjet ferð, bjórsmökkun á fjórum bjórum og lambagrill!

Verð: Aðeins 10.990 ISK á mann

Bókanir: sendið bókanabeiðnir á rafting@adventures.is

Lágmark: 10 þátttakendur frá 1. maí til 30. júní.

Hvenær:  Frá Drumboddsstöðum kl. 9:30, 11:30, 13:30 og 15:30 sé hist á staðnum. Hafið samband ef þið þurfið að fá tilboð fyrir akstur fram og tilbaka frá Reykjavík.

Fjarlægð frá Reykjavík: 100 km.

Lengd ferðar: 1 klst. án aksturs frá Reykjavík. 4 klst. með akstri fram og tilbaka frá Reykjavík.

Aldurstakmark: 8 ára

Þátttakendur verða að taka með sér: heit og regnheld föt. Einnig mælum við með að taka með sundföt og handklæði ef þið viljið kíkja í gufuna eftir ferðina.

Akstursleiðbeiningar á Drumboddstaði:

Ef þið ætlið að keyra sjálf eruð þið vinsamlegast beðin um að vera mætt á Drumbó 15 mínútum fyrir ferðina til þess að skrá ykkur inn. Aksturinn frá Reykjavík að Drumbó tekur um 90 mín, ef ekki er stoppað og ekið á um 90 km/klst.

Bein leið:  Akið á þjóvegi 1 frá Reykjavík (í átt að Hveragerði).  Þegar þið eruð komin framhjá Hveragerði er vinstri beygja á veg nr.35 rétt áður en komið er að Selfossi (á skiltinu stendur Geysir).  Akið á vegi nr.35 í um 30-40 mín þar til að þið akið framhjá Reykholti, 5-10 mínútum eftir Reykholt er hægri beygja með Arctic Rafting skilti.  Akið í um 10 mínútur og fylgið skiltum þar til þið eruð komin á Drumbó.

  • Jumping into the Gullfoss river in Iceland

    River Rafting í Hvítá

  • River Jet í Hvítá