Samantekt

Komdu með okkur í ævintýralega snjósleðaferð á Langjökli með heimsókn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi.

Into the Glacier / Arctic Adventures bjóða nú sérstök tilboð á snjósleðaferðum á Langjökli, næst stærsta jökli Íslands. Einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa alltaf langað að prófa að keyra vélsleða en aldrei látið verða af þvi!

Við rétt skilyrði er þetta ein besta leiðin til þess að sjá hið magnaða útsýni sem sýnilegt er frá jöklinum og bera augum hið íðilfagra umhverfi sem hann hefur að geyma. Keyrt er á vélsleðum í 30 mínútna langri útsýnisferð og er þessi ferð tilvalin fyrir bæði byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Einnig er innifalið í ferðinni heimsókn í manngerðu ísgöngin á Langjökli. Göngin eru þau stærstu sinnar tegundar í heiminum og veita einstaka innsýn í það sem leynist undir yfirborði jökulsins. Farartækin sem við notumst við eru fyrrverandi hernaðar trukkar sem voru í þjónustu NATO á kalda stríðsárunum sem hafa nú verið endurgerðir með friðsælla hlutverk í huga.

Tími 3 klst
Erfiðleikastig Auðveld
Staðsetning Þjónustumiðstöðin Húsafelli
Lágmarksaldur 8 ára

Frá

244
Á mann
  • Operated by our trusted partner

Hvað er Innifalið

Innifalið

 • Útsýnisferð á Langjökli á sérútbúnum jöklatrukk
 • Heimsókn í ísgöngin á Langjökli
 • Fræðsla frá sérþjálfuðum leiðsögumönnum Into the Glacier
 • Fatnaður (snjógalli og yfirskór) og ísbroddar
 • Snjósleðaferð

Gott að koma með

 • Hlý föt
 • Vatnsheldan/hlýjan jakka eða úlpu
 • Hentugan skófatnað

Ekki Innifalið

 • Matur

Ferðalýsing

Upplýsingar

Keyrt er á sérútbúnum jöklatrukkum í 1260 metra hæð, nálægt toppi jökulsins. Við góð skilyrði er útsýnið eitt það magnaðasta sem fyrirfinnst á Vesturlandi. Sérþjálfaðir leiðsögumenn fræða hópinn um jökla á Íslandi, leiða snjósleðaferðina og ferðina í gegnum göngin.

Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að heimsækja næststærsta jökul Íslands og sjá þau undur sem hann hefur að geyma.

Upphafspunktur ferðarinnar er í grunnbúðum okkar, sem heita Klaki og eru staðsettar í 35 mínútna fjarlægð frá Húsafelli. Aksturstími frá Reykjavík að Klaka er rúmlega 2,5 klukkustund ef keyrt er í átt að Borgarnesi upp í Húsafell og þaðan upp í Klaka. Vinsamlegast athugið að vegirnir sem liggja frá Húsafelli að Klaka eru malarvegir (550 og 551). Við mælum ekki með því að smábílar eða mjög lágir bílar keyri á þessum vegum og bendum því á að hægt er að bóka ferðina frá þjónustumiðstöðinni í Húsafelli.

Að vetri til, þegar færð er farin að spillast þá hefst ferðin hjá þjónustumiðstöðinni í Húsafelli.

 

Spurt & Svarað

Já, allir þeir sem ætla að keyra sleða verða að vera með bílpróf. Hægt er að hafa einn farþega með sér á hverjum sleða.
Fjöldi þeirra sem er með bílpróf verður þó alltaf að vera meiri en þeirra sem eru ekki með próf.

Aldurstakmarkið fyrir þessa ferð er 8 ára. Þar sem enginn belti eða festingar eru á sleðunum verða börn að geta haldið sér sjálf á meðan ferð stendur og því ekki sniðugt að taka mjög ung börn í ferðina. Fyrir fjölskyldur með yngri börn mælum við frekar með heimsókn í ísgöngin á Langjökli en ekkert aldurstakmark er í þá ferð.

Ferðin er mjög auðveld en þáttakendur þurfa að geta keyrt sleða sjálfir í u.þ.b. 30 mínútur án aðstoðar.

Við mælum með að klæða sig eftir veðri, er því gott að klæðast hlýjum og vatnshelldum lögum svo hægt sé að fara í og úr eftir hentileika. Einnig er mikilvægt að vera í góðum vatnsheldum skóm t.d. gönguskóm. Við mælum alltaf með góðum sólgleraugum þar sem jökulinn endurvarpar miklu sólarljósi þegar sólin ákveður að skína.

Við sköffum snjógalla, lambhúshettu, vettlinga, hjálm og skíðagleraugu fyrir snjósleðaferðina. 

Að sumri til þegar leysingar eru í gangi (júní – September) rignir úr loftinu í göngunum og getur þá verið gott að hafa með vatnsheldan klæðnað eða jafnvel regnhlíf.

 

Fleiri spennandi ferðir

Ferðalýsingar