Samantekt

Skemmtileg ferð fyrir alla fjöskylduna rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið!

Raufarhólshellir hefur lengi verið vinsæll áfangastaður bæði hjá Íslendingum og ferðamönnum enda er hann stutt frá höfuðborginni eða rétt í kringum 30 mínutur. Auðvelt er að komast að hellinum og fara í gegnum hann þar sem búið er að setja upp palla á þeim stöðum áður reyndust erfiðir yfirferðar svo flestir geta tekið þátt í þessari ferð. Því geta nú enn fleiri skyggnst inn í hinn litríka heim sem leynist undir yfirborðinu.

Hellirinn myndaðist fyrir 5200 árum síðan í hraunflæði frá Leitahraunsgosinu austan Bláfjalla en hraunhellar eru afleiðing þess að þykkfljótandi hraun skilur eftir sig opnar rásir er það kólnar eftir eldgos. Því er hellirinn góð leið til að bera augum hraunmyndanir, virkni eldfjalla og þá fjölbreyttu litapalletu sem prýðir hraunið.

Það tekur einungis 30 minútur að keyra frá höfuðborginni að móttökusvæði ferðanna og eru hjálmar með höfuðljósum í boði fyrir alla þá sem taka þátt í ferðinni. Þjálfaðir leiðsögumenn leiða hópana í gegnum hellinn og veita upplýsingar um það sem fyrir augu ber.

Leiðin að Raufarhólshelli
Hellirinn er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð (um 30 km) frá Reykjavík og vegurinn er fær öllum bílum. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið eru þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inni á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742.

Tími ~1 klst
Erfiðleikastig Auðveld
Staðsetning Raufarhólshellir
Lágmarksaldur 3 years

Frá

57
Á mann

Hvað er innifalið

Innifalið

  • Leiðsögn með reyndum hellaleiðsögumanni
  • Hjálmur og höfuðljós

Gott að koma með

  • Hlý föt
  • Vatnsheldan/hlýjan jakka eða úlpu
  • Hentugan skófatnað

Ekki Innifalið

  • Matur

Spurt & Svarað

Ferðin tekur sirka 55 min eða þangað til komið er aftur að móttökuhúsinu.

Nei, við sköffum allan nauðsynlegan útbúnað svo sem hjálma, höfuðljós og brodda að vetri til. Við mælum hins vegar með góðum gönguskóm og mundu að hitastigið inni í hellinum er um 0–4 gráður Celsíus. Venjulega drýpur eitthvað vatn úr hellisloftinu og því er gott að vera í vatnsheldum jakka.

Hellirinn er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð (um 30 km) frá Reykjavík og vegurinn er fær öllum bílum. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið eru þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inni á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742.

Fleiri spennandi ferðir

Ferðalýsingar